14.06.2011
Jæja, þá er gönguhelgin afstaðin og ekki hægt að segja að hún hafi tekist sérstaklega vel en fréttasíðan vill samt
þakka gestinum, Stefáni Boga Sveinssyni kærlega fyrir komuna. Veður hefur bara einfaldlega verið með eindæmum leiðinlegt og eflaust margir hætt við
bara út af veðurspánni.
En það er grátlegt því veðrið á föstudag og laugardag var alveg frábært en það þýðir lítið að
velta sér upp úr því. Það verður bara betra veður næst.
Aftur á móti lukkuðust aðrir viðburðir helgarinnar vel. Góð mæting var á "bar-svar" eða "pub-quiz" eins og það kallast á
enskunni. Þar stjórnaði áðurnefndur Stefán Bogi spurningakeppni sem heppnaðist vel.
Á sunnudagskvöldið voru síðan tónleikar með Bjartmari í Fjarðarborg og voru þeir einstaklega vel heppnaðir, en vel rúmlega 100 gestir
mættu og fylltu salinn í Fjarðarborg. Bjartmar var í miklu stuði, sagði sögur og spilaði öll sín helstu lög.