Grænfánadagur

Í dag var Grænfánadagurinn haldinn hátíðlegur, en skólinn sækir nú um Grænfánann í fjórða sinn. Þrjú ný þemu voru valin fyrir Grænfánaverkefni skólans í vor og verður unnið með þau næstu tvö árin. Þessi þemu eru neysla, loftslagsbreytingar og hnattrænt jafnrétti. Við nýttum okkur góða veðrið og nemendur máluðu staurana fyrir utan skólann í litum sem þeir völdu fyrir frumefnin fjögur: jörð, loft, vatn og eld. Í lok dagsins var grillað á útikennslusvæði.