Grænfánadagur

Í dag var Grænfánadagurinn haldinn hátíðlegur, en skólinn sækir nú um Grænfánann í fjórða sinn.

Síðastliðið vor voru þrjú ný þemu valin fyrir Grænfánaverkefni skólans og verður unnið með þau næstu tvö árin. Þessi þemu eru neyslaloftslagsbreytingar og hnattrænt jafnrétti. Við nýttum okkur góða veðrið og nemendur máluðu staurana á skólalóðinni í litum sem þeir höfðu valið fyrir frumefnin fjögur: jörð, loft, vatn og eld. Í lok dags var síðan grillað á útikennslusvæði.