Elfríð
Fyrir þessi jól kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bók eftir Helgu Erlu Erlendsdóttur, sem við þekkjum sem Helgu á
Bakka. Bókin heitir Elfríð: Frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrandar.
Elfríð Pálsdóttir, móðir Helgu, fæddist í Þýskalandi og upplifði hörmungar stríðsáranna
þar sem dauðinn beið við hvert fótmál. Hún gekk þar í gegnum hræðilega lífsreynslu en þrátt fyrir margs kyns
mótlæti í lífinu stendur Elfríð óbuguð og segir nú einstæða sögu sína.
Hún kom til Íslands vorið 1949 og fór sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð. Þar kynntist hún sveitapilti, Erlendi Magnússyni, og
felldu þau hugi saman.Þau bjuggu fyrst á Siglunesi en síðan í rúman aldarfjórðung á Dalatanga þar sem þau gegndu störfum
vitavarða. Saga Elfríðar hvort tveggja í senn; óhugnanleg og hugljúf og lætur engan ósnortinn.
Fréttasíðan óskar Helgu til hamingju með útgáfuna og hvetur að sjálfsögðu sem flesta til þess að lesa þessa bók
sem eflaust fæst í helstu verslunum og hjá höfundi.
(Heimildir teknar af vef bókatíðinda)