Á göngu í Breiðuvík
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar. Viðfangsefni þessa
verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi en innan þess verða vinsælustu gönguleiðir landsins.
Í verkefninu er mat lagt á 15 gönguleiðir og gæðastaðall með skýrum viðmiðum þróaður. Meðal þeirra
þátta sem mat er lagt á eru heildarlengd, gistimöguleikar, stikur og vörður, upplýsingaskilti, ástand stíga og aðgengi hjálparsveita
að leiðinni.
Laugavegurinn er þekktasti þjóðstígur landsins og áhyggjur af álagi á honum fara vaxandi. Með því að skilgreina aðrar
leiðir sem þjóðstíga má auka athygli á fleiri leiðum og stuðla þannig að dreifðara álagi, og auknum tækifærum
í ferðaþjónustu.
Þær þrjár leiðir sem nú þegar uppfylla kröfur verkefnisins eru Laugavegurinn, Fimmvörðuháls og svo
Víknaslóðir þ.e.a.s. leiðin frá Borgarfirði og til Seyðisfjarðar með viðkomu í skálunum í Breiðuvík,
Húsavík og í Loðmundarfirði.
Þetta hlýtur að teljast mikil viðurkenning fyrir það mikla starf sem Ferðamálahópurinn, sveitarfélagið og Ferðafélag
Fljótsdalshéraðs hafa unnið hérna heima á undarförnum árum og verður vonandi til þess að efla enn frekar öryggi og aðgengi
á svæðinu í komandi árum.
Skýrsluna má lesa í heild hérna, á
vef ferðamálastofu.