Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar í Fjarðarborg fyrir Bræðslu

Þar sem himinin ber við haf
Þar sem himinin ber við haf
Þá er komið að því að kynna opinberlega fyrsta Off-Venue viðburðin fyrir Bræðsluna, og það er ekki nein smá númer sem munu troða upp á fimmtudagsforleiknum í Fjarðarborg þetta árið.
Fréttatilkynning frá tónleikahöldurum
Jónas Sigurðsson ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar og borgfirska Englakórnum.

Eftir þrenna uppselda útgáfutónleika sem haldnir voru í Þorlákshöfn í október 2012 langar Jónasi og hans fríða föruneyti að endurtaka leikinn og hvar annarsstaðar en á Borgarfirði eystra.

Þessir stórfenglegu tónleikar þar sem öllu verður tjaldað til verða haldnir í Fjarðarborg fimmtudaginn fyrir bræðslu, 25. júlí kl. 22.00. Fram munu koma ásamt Jónasi, Lúðrasveit Þorlákshafnar og borgfirska englakórnum, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, Ómar Guðjónsson á gítar, Ingi Björn Ingason á bassa, Arnar Gíslason á trommur, Rósa Guðrún Sveinsdóttir á Saxafón, Valdimar Guðmundsson á básúnu og Eiríkur Rafn Stefánsson á trompet.
 
Það er líklegt að aldrei hafi annar eins fjöldi komið saman fram í einu á sviðinu í Fjarðarborg og má gera ráð fyrir að hér verði á ferðinni einstakur viðburður og upplifun fyrir öll skilningarvit.
 
Miðasalan hefst á midi.is 17 júní.
Miðaverð er 3500 kr.



 Verið er að teikna sviðið og púsla öllum tæknimálum saman, en það má gera ráð fyrir að rúmlega 40 manns verði á sviðinu þegar mest verður. Þetta verður sennilega eitt ein sú mesta veisla fyrir augu og eyru sem hefur verið sett upp í Fjarðarborg frá upphafi.

Síðasta plata Jónasar, "Þar sem himinin ber við haf", hlaut einróma lof gagnrýnenda og tilnefnd til fjölda verðlauna á íslensku Tónlistarverðlaununum nú fyrir skemmstu.