Hamingjan verður í Fjarðarborg
Þá er komið að fyrstu stórtónleikum sumarsins hjá Já Sæll í Fjarðarborg. Við
byrjum þetta með stæl og bjóðum á svið okkar allra besta vin, Jónas Sigurðsson ásamt snillingnum Valdimar Guðmundssyni. Þeir
félagar voru með stórbrotna tónleika í Tónleikamaraþoni Jónasar síðastliðið sumar og vegna fjölda áskoranna
ætla þeir að endurtaka leikinn föstudaginn 28. júní.
Það hefur sýnt sig á þessum tónleikum Jónasar hér í Fjarðarborg að allt getur gerst, bæði óvænt og planað
og þannig verður það eflaust líka núna. Eitt er þó ljóst að þetta kvöld verður algjör
veisla fyrir augu og eyru.
Fyrir tónleika verður boðið upp á dýrindis matarhlaðborð fyrir tónleikagesti í veitingasölunni og á eftir tónleikana
verður opið á barnum fram á rauða nótt.
Mætum öll og myndum aftur þessa einstöku stemningu sem einkennt hefur tónleika í Fjarðarborg. - Hamingjan er svo sannarlega ennþá
hér!
Pantanir á tónleikamiðum og í mat eru í s: 472-9920.