Ásta Hlín Magnúsdóttir
Ásta Hlín Magnúsdóttir, dóttir Magga Ásgríms frá Svalbarði, var nú á dögunum kjörin nýr formaður
Sambands ungra framsóknarmanna (SUF).
Ásta Hlín fékk 32 atkvæði eða 53%. Mótframbjóðandi hennar, Ragnar Stefán Rögnvaldsson fékk 28 atkvæði eða 47%.
Á kjörskrá voru 66, þar af greiddu 60 atkvæði.
Ásta Hlín er fædd árið 1989 og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur
verið starfandi formaður stjórnar SUF síðan í september. Þó Ásta hafi aldrei verið búsett á Borgarfirði þá
ættu flestir borgfirsk ættaðir einstaklingar taka hana til fyrirmyndar, enda nýtir hún hvert tækifæri til að kíkja í fjörðinn og
hefur eitt hér undanförnum sumrum sem starfsmaður á Álfheimum hjá Vidda og hefur komið sem vítamínsprauta inn í menningar og
skemmtanalíf á Borgarfirði á þeim tíma.
Til lukku með starfið...