Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Borgarfjarðarhreppi, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Borgarfjarðarhrepps, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi. Auglýst er eftir:

A. Aðila,  eða  aðilum,  sem  sannanlega  ætla  að  koma  á  ljósleiðaratengingu  eða annarri a.m.k. 100Mb/s þráðbundinni netþjónustu í Borgarfirði utan þéttbýlis á markaðslegum forsendum.

B. Hæfum  aðila,  eða  aðilum,  til  að  taka  að  sér  að  byggja  upp  ljósleiðarakerfi  með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar, komi til þess að enginn aðili svari lið A. hér að ofan. Aðilar sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o. fl.

C. Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða í Borgarfirði sem er tilbúinn að leggja þá til við uppbygginguna gegn endurgjaldi sem bjóðist öllum sem lýsa yfir áhuga á uppbyggingu samkvæmt B. hér að ofan á jafnræðisgrundvelli. Áhugasamir skulu senda tilkynningu til Borgarfjarðarhrepps á netfangið borg@eldhorn.is fyrir kl. 12:00 þann 17. nóvember 2017. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á.

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir sendar á netfangið: borg@eldhorn.is Áhugakönnun þessi er ekki skuldbindandi, hvorki fyrir Borgarfjarðarhrepp né þá sem sýna verkefninu áhuga.

Borgarfjarðarhreppur,
Sveitarstjóri