Allir að föndra
Desember er annasamur mánuður!
Allir nemendur tóku sér hlé frá hefðbundnu námi eftir hádegi á miðvikudag og skáru út laufabrauð í Fjarðarborg.
Helgi Hlynur aðstoðaði við að steikja kökurnar sem við hlökkum til að borða síðasta dag fyrir jól með jólahangikjötinu.
Seinna um daginn mættu svo foreldrar með börn sín því ætlunin var að föndra meira - óróar, kort og fígúrur úr
pappír litu dagsins ljós. Einbeitingin hjá foreldrum og nemendum leyndi sér ekki eins og sjá má á myndunum, og mikið þóttu nú
smákökurnar sem Bryndís hafði bakað góðar.
- Takk fyrir komuna öllsömul!