Mikið ofsalega eru nemendur hér duglegt fólk!
Lestraráskoruninni lauk í gær, fimmtudaginn 30. janúar. Þá höfðu nemendurnir okkar 18 lesið 7508 blaðsíður á fimmtán
dögum. 7508 blaðsíður og við erum á leið norður á Akureyri í maí. Við höfum þegar skorað á
Brúarásskóla að lesa sem mest sér til ánægju - og þau tóku áskoruninni!
Til hamingju krakkar með árangurinn í lestraráskoruninni þið gerðuð betur en flestir þorðu að vona!
Íþróttatíminn í dag var líka með eindæmum skemmtilegur. Við höldum að við séum fyrst í heimi til að búa
til leikinn "lestu hlauptu" en hann líkist boðhlaupi þar sem lesið er í höfninni áður en hlaupið er. Skrítið og skemmtilegt.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessum skrítna viðburði.
Minnum einnig á dag leikskólans 6.febrúar en þann dag eru eldri borgarar og leikskólabörnin boðin velkomnir í skólann klukkan 10:45.
Hér verður kaffi og upplestur í boði eldri nemenda.