Það viðrar sennilega vel á miðvikudag
Nú er tæp vika til litlu-jólanna í skólanum og ýmislegt sem er framundan.
Þrátt fyrir ofankomu og smávegis vind í kortunum stefnum við á að halda okkar striki. Spáin lítur ekki illa út með morgni
(þriðjudag), þrátt fyrir að sumir nemendur gætu orðið eitthvað seinir vegna ófærðar. Ef skólafall verður mun verða hringt
í foreldra um klukkan 7:30. Restin af vikunni lítur bærilega út hvað veður snertir.
Veðurútlitið er best fyrir miðvikudag. Þá ætlum að tendra friðarljós í Álfaborginni og kveikja á ljósum
fyrir hvern nemanda í grunn- og leikskólanum en auk þess kveikjum við á kerti fyrir foreldrana og heimilin, fyrir kennarana og samfélagið hér á
Borgarfirði, fyrir mikilvægar manneskjur sem eru ekki með okkur nema í anda, fyrir alla á Íslandi og alla í heiminum, og fyrir álfana í
Álfaborginni ☺. Þetta eru samtals um 25 kerti. Að þessu sinni steyptu nemendur kertin sjálf úr borgfirskri tólg. Munum eftir hlýjum
fatnaði þessa vikuna, mikil útivera verður á miðvikudaginn.
Stofujól verða haldin föstudaginn 19. og litlu-jólin hefjast sam dag klukkan 18:00 í Fjarðarborg - foreldrar og sveitungar okkar verið velkomin
í Fjarðarborg klukkan 18:00 þann 19. desember. Gott kaffi og girnilegar veitingar til sölu eftir nokkur söng- og leikatriði frá nemendum. Dans, söngur og
stemming áður en við höldum í jólafrí.
Skóli hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar 2015 kl 8:00.