Naglbítar á Bræðslunni 2010 (mynd: Aldís Fjóla)
Ákveðið hefur verið að efna til ljósmyndasamkeppni á vegum Bræðslunnar og fréttsíðunnar og eru verðlaunin ekki af verri
endanum,
en sigurvegarinn fær
tvo frímiða á Bræðsluna árið 2011, auk annara fríðinda á meðan
tónleikahelginni stendur, en tilkynnt verður um þau þegar verðlaunahafi verður krýndur.
Um keppnina
- Öllum er heimilt að senda inn 2 myndir frá Bræðsluhelgum
liðinn ára. Eina frá tóleikunum og aðra frá mannlífi í kringum hátíðina
- Bræðslan fær fullan afnotarétt af myndefninu til kynningarstarfs fyrir Bræðsluna 2011
- Tilkynnt verður um verðlaunahafa í byrjun aprílmánaðar
- Í dómnefnd sitja Magni bræðslustjóri og aðrir starfsmenn Bræðslunnar
- Myndefni skal sent inn á hsh2@hi.is fyrir lok marsmánaðar
- Bannað að svindla og stela myndum frá öðrum, það er ljótt
Nú styttist í að listamenn sumarsins verða tilkynntir og er gríðarleg spenna í loftinu. Fréttasíðan hefur fengið að heyra nokkur
nöfn nefnd frá framkvæmdastjórn Bræðslunnar en sór þess eið að kjafta ekki frá strax, en nöfn sumarsins verða fyrst tilkynnt
hér. Hvar annars staðar!!!
Eitt er víst að þetta verður gaman eins og undanfarin ár og mun verða Borgarfirði og íbúum hans til sóma.
kv. Bræðslustjórnin og borgarfjordureystri.is