Metafli hjá Glettingi NS 100 í síðustu viku

Drekkhlaðinn Glettingur kominn í land eftir metróður
Drekkhlaðinn Glettingur kominn í land eftir metróður
Það voru hörku tveir róðrar hjá Kára Borgari og áhöfn á Glettingi NS-100 í síðustu viku, en á rúmum sólarhring komu þau í land með um 20 tonn. Fyrri daginn komu rúm 10 tonn og svo 9.5 seinni daginn. Ekki er vitað hvort þetta sé borgfirkst met, en Kári segir þetta mesta sem hann hefur nokkurntíman komið með í land.

Um daginn fékk svo Kári í hendurnar glæsilega nýsmíði sem ber nafnið Fálkatindur með einkennisstafina NS-99 og leysir Glettuna af. Sá bátur er gerður út á strandveiðar í sumar.


 
Fálkatindurinn og Glettingur með gesti í skemmtisiglingu á sjómannadaginn út við Bjarg



Glettingurinn í Sæluvoginum á Sjómannadaginn