Það er mikið framundan í Fjarðarborg um helgina sem við viljum að allir Borgfirðinar viti af og geti frætt gesti sína um.
Föstudagskvöldið 18. júlí næstkomandi er öllum Borgfirðingum boðið í útgáfuhóf kl. 20:00 vegna
nýútkominnar ljóðabókar eftir Bjarna Steinsson sem ber heitið Gengin spor. Þar verður lesið úr bókinni, vísur sungnar og Bjarna
minnst.
kl. 21:30 það sama kvöld verða tónleikar með Creedence travelin band þar sem Borgfirðingarnir Hafþór Snjólfur Helgason og Valgeir
Skúlason eru meðal hljómsveitarmeðlima. Miðaverð er 2000 kr.
Á laugardagskvöldið verður svo slegið upp dansiballi að góðum og gömlum sið þar sem hljómsveitin Nefndin heldur uppi stuðinu
í Fjarðarborg frá klukkan 23:00 til 03:00.
Í næstu viku hefst svo upphitun fyrir Bræðslu og verða tónleikar öll kvöld frá þriðjudegi til föstudags sem verða nánar
auglýst eftir helgi.
Kær kveðja, Vertarnir í Fjarðarborg