Vígsla Breiðuvíkurskálans árið 1998
Inn á facebooksíðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er búið að setja inn myndir frá byggingarsögu allra skálanna á
Víknaslóðum. Það er Þórhallur Þorsteinsson fósturfaðir skálanna sem tók flestar myndirnar og sýna þær
á skemmtilegan hátt það mikla starf sem Héraðsmenn og Borgfirðingar hafa í sameiningu unnið á svæðinu.
Við hérna heima metum þetta starf Ferðafélagsins á svæðinu mikils, því án þess væri göngusvæðið okkar
ekki neitt neitt.
Endilega rennið í gegnum þessi skemmtilegu myndasöfn og í leiðinni getið þið merkt þá sem þið þekkið á
myndunum.
Myndasöfn
Saga Breiðuvíkurskála
Saga Húsavíkurskála
Saga Loðmundarfjarðarskála
Facebooksíða Ferðafélagsins.