23.04.2013
Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land.
Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og
framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is , þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar,
áherslur í menntamálum og fleira.
Ráðuneytið fer þess góðfúslega á leit við skóla að þeir birti upplýsingar um nýja vefinn á
heimasíðum sínum og greini jafnframt frá kynningarblaðinu Nám til framtíðar. Með bréfi þessu fylgir kynningarblaðið á
PDF-formi og mynd, sem hægt er að birta með slóðinni www.namtilframtidar.is.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti 12. apríl 2013
Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri