Í huganum heim - Magni
Það er nú ekki á hverjum degi sem Borgfirðingar senda frá sér sólóplötu, en einn var vissulega að því núna fyrir
nokkrum dögum og heitir hann Guðmundur Magni og er frá Brekkubæ.
Þetta er hans önnur sólóplata og ber nafnið, “Í huganum heim”. Tvö laganna á gripnum, “Heim” og “Augnablik”, hafa
notið velgengni á útvarpsstöðum síðustu mánuði en platan inniheldur 10 ný lög auk þess sem lagið “Hugarró”
sem Magni söng í undakeppni Júróvisjón síðasta vor fær að fljóta með. Nokkur lögin á disknum hafa sterka
Borgarfjarðartenginu eins og Magni sjálfur.
Á plötunni stígur Magni niður fæti í hinum ýmsu tónlistarstefnum og eru yrkisefnin ástin, lífið, tíminn og hvernig
þetta allt tvinnast saman á ferðalaginu.
Magni vann og samdi plötuna að mestu í samstarfi við Vigni Snæ Vigfússon upptökustjóra en auk þeirra lögðu Ásgrímur Ingi
Arngrímsson, Rúnar Þór Þórarinnsson og Sævar Sigurgeirsson sitt af mörkum til verksins
Hægt er að versla plötuna í flestum betri tónlistarverslunum, á
tónlist.is og svo er hægt að fá áritað eintak með því að senda
mail á
magni@amotisol.is
VELJUM BORGFIRSKT Í JÓLAPAKKANN!!!