Bryndís á smíðaverkstæðinu
Það er margt spennandi að gerast á Borgarfirði þessa dagana og mikill hugur í fólki. Í gamla leikskólanum okkar hafa þær
stöllur Bryndís og Freyja sett upp spennandi vinnustofur.
Bryndís hefur tekið hluta af framleiðslu frá Georg Hollanders leikfangaframleidenda á Akureyri. Hann hefur til margra ára framleitt leikföng fyrir
leikskóla og til verslana, en er nú að breyta og því tilvalið að skapa atvinnu hér heima með þessari framleiðslu. Þá mun
hún einnig fara að huga að minjagripum frá Borgarfirði.
Freyja hefur verið m.a. í samstarfi við hönnuði við að gera frumgerðir af töskum unnum úr m.a. úr hreindýraskinni. Töskurnar fara
svo á hönnunarsýningu í Reykjavík í mars. Einnig hefur hún verið að gera við og sauma fyrir heimafólk. Sólbjört
dóttir Freyju er móður sinni innan handar og þykir orðin nokkuð fær við saumavélina. Þær Bryndís og Freyja hugsa sér einnig
fara í samstarf þar sem þær munu nota tré, tau, skinn og hvað eina sem þeim dettur í hug.
Fréttasíðan óskar Freyju og Bryndísi til hamingju með þessar vinnustofur og við vonum að sem flestir kynni sér þær vörur
sem þær munu framleiða, en nánar verður sagt frá þeim hérna á síðunni á komandi mánuðum.
Freyja og Sólbjört við saumavélarnar
Bryndís við tifsögina