Nýr Naddakross

Naddakrossinn í skriðunum var endurnýjaður nú fyrr í mánuðinum. Árni Bóasson frá Borg í Njarðvík smíðaði krossinn. 
Hann var færður á Borgarfjörð og skipti Árni um hann þar, en steypta undirstaðan verður notuð áfram, en ekki er búið að laga hana og verður það gert síðar. Árni smíðaði einnig gamla krossinn, árið 1954 þá aðeins 18 ára gamall. Vonum við að þessi kross reynist eins vel og sá síðasti.

Fengum við nokkrar myndir frá Birni Skúlasyni af Árna og framkvæmdinni.











Árni við nýja krossinn




Árni við gamla krossinn




Árni, Jakob og Jón 




Nýji krossinn




Nýji krossinn