Dagskráin
Nú er komið að því að tilkynna hvaða atriði verða í Fjarðarborg í kringum Bræðsluna 2012 og er dagskráin í
ár stórglæsileg og ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi.
Hefð hefur skapast fyrir því að hafa borgfirska og Borgarfjarðartengda listamenn á fimmtudeginum og verður það þannig líka í
ár. Þar höfum við nú aldeilis fengið liðsstyrk en hann Jónas Sigurðsson verður búsettur á Borgarfirði í sumar og hefur
því unnið sér inn sæti á fimmtudagstónleikunum. Á næstunni segjum við frá dagskránni í Álfakaffi og
þá fer helgina að taka sig verulega góða mynd.
Miðasalan á Bræðsluna sjálfa gengur mjög vel og því hvetjum við alla að tryggja sér miða sem fyrst vilji þeir vera öruggir
með að komast inn. Miðasalan er á
midi.is