Óli Gústa yngri frá Jörfa

Óli
Óli "ungi" Gústa, hans Gústa Óla, hans Óla gamla Gústa
Þó þessi síða sé að mestu ætluð fréttum frá Borgarfirði, þá finnst okkur gaman að heyra af brottfluttum og afkomendum þeirra sem eru að "meika það" fyrir utan rörahliðið.
Eins og margir vita hefur Óli Gústa yngri verið að gera það gott sem kokkur, með landsliðinu og á öðrum vígstöðvum. Síðunni baðst ábendingum um að setja inn smá frétt og link á hann og sjálfsagt að verða við því. Um að gera að kíkja á Jörfamanninn næst þegar þig eigið leið í bæinn.

Það er kannski engin tilviljun að Óli Gústa yngri frá Jörfa skuli nú vera orðinn eigandi Sjávarkjallarans í Reykjavík. Afi hans og alnafni varði allri sinni æfi við sjómennsku og fiskverkun. Það er ekki ólíklegt að borgfirska sjávarloftið hafi haft þessi áhrif á landsliðskokkinn!

Sjá síðu Sjávarkjallarans.