Vertarnir í Fjarðarborg
Þá er að koma helgi og sumarið loksins farið að láta sjá sig og hefur verið bongóblíða hérna í firðinum í
dag.
Skúli Sveins mætti fréttamanni á rúntinum áðan og bað um að eftirfarandi skilaboð kæmust inn á síðuna.
„Barinn verður opinn í Fjarðarborg núna á
laugardagskvöldið“, en er þetta fyrsta opnunin hjá "JÁ SÆLL" núna í sumar. Tilboð og eitthvað skemmtilegt, en grillið opnar
síðan eftir nokkra daga.
Þið sem ekki eruð vinir "JÁ SÆLL" á fésbókinni ættuð endilega að smella
hérna og óska eftir vinskap við þá enda
gríðarlega sjarmerandi menn.
Á sunnudaginn verður
sjómannadagskaffi í Fjarðarborg á vegum Björgunarsveitarinnar Sveinunga og eru borgfirðingar
og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna þangað. Eru nú allir helstu bakarameistarar fjarðarins sveittir við að undirbúa kræsingarnar.
Svo fyrr um morguninn verður hátíðarguðsþjónusta við smábátahöfnina kl 11:00 þar sem Bakkasystur munu leiða söng undir
stjórn Kristjáns Gissurarsonar, en prestur er sr. Þorgeir Arason. Ef veðrið verður eitthvað lélegt þá verður athöfnin í
kirkjunni.
Líf og fjör...