Opið hús: Aðalskipulagsbreyting - skipulagslýsing – kynning.

Borgarfjarðarhreppur

 

Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2006 -2016. Aðalskipulagsbreyting - skipulagslýsing – kynning.

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.

 

Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2006 -2016. Breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð aðalskipulagsins - skipulagslýsing - kynning.

Fyrirhuguð breyting er þríþætt. Í fyrsta lagi er fyrirhugað að stækka íbúðarsvæði ÍB1 austan og vestan Bakkavegar. Það hefur áður verið stækkað í breytingu sem gerð var á
aðalskipulaginu árið 2017. Nú er lóðum fjölgað um 8 til viðbótar og verður heildarfjöldi lóða á ÍB1 þá 39. Markmiðið með breytingu þessari er að styrkja núverandi íbúðarsvæði í Bakkagerði og mynda heildstæðari íbúðarbyggð í þéttbýlinu.
Í öðru lagi verður verslunar- og þjónustusvæði BV4 fyrir gistihús stækkað til norðurs, úr 0,95 ha. í 1,18 ha. Verslunar- og þjónustusvæði BV4 var bætt við í breytingu á aðalskipulaginu árið 2008 vegna áforma um byggingu gistihúss í áföngum. Gistihúsið hefur verið byggt en nú hafa mál þróast þannig að þörf er á meira rými fyrir stækkun gistihússins. Núverandi landbúnaðar-svæði minnkar við breytingar þessar um 0,8 ha.
Stækkun BV4 nær út fyrir mörk þéttbýlisins í Bakkagerði og verða þéttbýlismörkin því færð um 41 m til norðurs og er stækkun þéttbýlissvæðisins þriðji liður breytingarinnar.

Opið hús verður á hreppsstofu Bakkagerði, Borgarfirði eystri, fimmtudaginn 2. apríl  n.k.  kl. 10:00 - 16:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Borgarfjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 17. apríl 2020.

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu Borgarfjarðarhrepps og á hreppsstofu að Borgarfirði eystri.

Byggingarfulltrúinn í Borgarfjarðarhreppi