Candida Richardson og Sonja Phillips frá Discovery channel í skýjunum með aðstæður
Nú á föstudaginn komu til fjarðarins tvær ungar breskar konur á vegum hinnar virtu sjónvarpsstöðvar Discovery
channel til þess að taka upp myndefni af lundanum út í höfn.
Íslandsstofa var milligönguaðili í þessu verkefni og hafði samband við okkur hérna heima, en upphaflega stóð til að fara til Vestmannaeyja
til þess að ná myndum að þessum fallega fugli. Ekki var talið tryggt að þær séu lunda við Vestmannaeyja og því komu
þær hingað austur, en eins og oft hefur verið haldið fram, þá "ERUM VIÐ MEÐ BESTA AÐGENGI AÐ LUNDA Á ÍSLANDI"!!!
Stelpurnar voru með eindæmum ánægðar með þessa heimsókn og réðu sér ekki kæti þegar þær komu út í
höfn og sáu hundruðir lunda sitjandi í hólmanum. Þær dvöldu hérna í tvær nætur voru í skýjunum með
aðstæðurnar og aðbúnað. Við bíðum spennt eftir að sjá útkomuna og vonandi verður þetta bara jákvæð kynning
á staðnum og aðstöðunni í höfninni sem er einstök.