Sannar gjafir Unicef

Zlata með kvittunina frá Unicef
Zlata með kvittunina frá Unicef

Í dag létum við loks verða af því að kaupa eftirfarandi pakka hjá Unicef. Við keyptum 3 Ofurhetjupakka og 2 vatnshreinsitöflupakka. Samtals kostaði þetta 32.797 kr. sem er umþað bil ágóðinn af tombólunni sem við héldum í desember í fyrra. 

Ofurhetjupakkinn

8.831kr

Þú þarft ekki skikkju til að bjarga lífi barna. Ofurhetjupakkinn slær verndarhjúpi yfir líf varnarlausra barna og hjálpar til við að vernda þau gegn lífshættulegum og skelfilegum sjúkdómum á borð við mislinga og mænusótt. Með þessum frábæra pakka útvegar þú bóluefni gegn mislingum og mænusótt, 40 skammta af hvoru. Þú gefur einnig 60 skammta af bóluefni gegn stífkrampa, 50 skammta af jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn og kælibox fyrir bóluefnin.

 Smitsjúkdómar, þið hafið hitt jafnoka ykkar!

 

Vatnshreinsitöflur - 10.000 stk.

5.834kr

Hvernig pakkar þú inn 50.000 lítrum af drykkjarhæfu vatni? Svarið er einfalt: Þú setur töflur í pakka og sendir þær!
Vatn er undirstaða alls lífs og þessar bráðsniðugu vatnshreinsitöflur – 10.000 talsins – geta á örskotsstundu galdrað fram drykkjarhæft vatn úr óhreinu. Mengað vatn er skaðvaldur og veikir bæði börn og dregur til dauða. Þessar töflur eru hins vegar settar út í óhreint vatn á svæðum þar sem neyðarástand ríkir og viti menn: Þá má fá sér að drekka. 

Með því að gefa vatnshreinsitöflur getur þú snert líf afar margra og gefið þeim þá dýrmætu gjöf sem heilnæmt vatn er.