Þá fer að styttist í síðsumarstónleikana í Loðmundarfirði, en þeir verða haldnir laugardaginn 30. ágúst við
skála Ferðafélagsins kl 19:30. Í fyrra neyddumst við til þess að fella þá niður vegna veðurs, en þá áttu einmitt
þessir snillingar Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson að koma fram. Þeir vildu ólmir reyna aftur og er það mikið gleðiefni
að tilkynna um það að þeir ætla að reyna aftur.
Draumur um Nínu, Ég lifi í draumi og allir aðrir slagarar Eyjólfs ásamt öðru vel völdu efni fær að hljóma um
Loðmundarfjörðinn og vonumst við eftir að sem flestir láti sjá sig í firðinum. Aðgangseyrir er valfrjáls og við viljum benda á
skemmtilega göngu sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs verður með á tónleikadag frá Borgarfirði yfir Kækjuskörð, og svo
daginn eftir til Seyðisfjarðar yfir Hjálmárdalsheiði.