Ásgrímur hendir Einari Magna með stæl í sjóinn
Nú á sunnudaginn héldum við Borgfirðingar sjámannadaginn hátíðlegan og heiðruðum þannig sjómenn okkar lifandi og liðna.
Veðrið var hreint út sagt frábært og mesta mæting í áraraðir út í Höfn.
Fyrst var Bláfáninn afhentur Borgfirðingum í 11. skiptið og var það Jón sveitarstjóri sem hífði hann á loft með
aðstoða ungra Borgfirðinga.
Þar á eftir var haldið í siglingu á nokkrum bátum út í Sæluvog og næsta nágrenni. Þegar heim var komið tók
við skemmtidagskrá þar sem belgjaslagurinn stóð upp úr. Alls fóru 18 manns í sjóinn og var það hin mesta skemmtun fyrir alla að
horfa á. Ásgrímur Ingi varð meistari í karlaflokki, og telst ennþá ósigraður í þessari grein. Kvennaflokkurinn var einning
spennandi og það var vel við hæfi að eina sjókonan okkar hún Steinunn Káradóttir stóð upp sem ótvíræður
sigurvegari.
Að dagskrá lokinni var svo kökuhlaðborð í Fjarðarborg sem Slysavarnarsveitin stóð að. Frábær dagur í alla staði.
Myndir frá deginum má sjá hérna