Grunnskóla Borgarfjarðar var slitið 26. maí síðastliðinn að viðstöddum nemendum,
foreldrum og kennurum.
Grunnskóla Borgarfjarðar var slitið 26. maí síðastliðinn að
viðstöddum nemendum, foreldrum og kennurum. Guðrún skólastýra rifjaði upp skólaárið í ræðu sinni, en hún lætur af
störfum í haust og Helga Erla snýr aftur úr námsleyfi. Hafði Guðrún á orði að Helga kæmi til baka fílefld og uppfull af
hugmyndum af nýjum og skemmtilegum íslenskuverkefnum fyrir nemendur. Bersýnilega mátti greina eftirvæntinguna í augum nemenda.
Umsjónarkennarar afhentu nemendum vitnisburðarblöð sín, og að
því loknu tóku útskriftarnemendur við sínu plaggi ásamt rós í tilefni dagsins. Þetta voru þau Elísabet Rut
Haraldsdóttir, Elsa Katrín Ólafsdóttir, Rannveig Ósk Jónsdóttir og Roman Jan Miszewski. Starfsfólk grunnskólans þakkar þeim
samstarfið á liðnum árum með ósk um velgengni og bjarta framtíð.
Að venju voru viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi námsárangur.
Þorbjörg Helga Andrésdóttir, 1. bekk, sýndi mestar framfarir í lestri á skólaárinu, og hlaut hún bók að launum.
Jörgen Fífill Guðmundsson tók við útskurðarhníf fyrir góðan árangur í list-og verkgreinum. Rannveig Ósk
Jónsdóttir veitti danskri orðabók frá danska menntamálaráðuneytinu viðtöku, og einnig bókaverðlaunum fyrir framúrskarandi
námsárangur í vetur. Í anda Grænfánans fengu allir nemendur lindifuruhríslu til gróðursetningar.
Ánægjulegu og viðburðarríku skólaári er hér með
lokið og ekkert annað í stöðunni en að fara að láta sér hlakka til haustsins. Hér má sjá myndir frá skólaslitunum.