Borgarfjörður í miðnætursól
Það er ekki laust við að það sé einkennileg staða á Borgarfirði þessa dagana. Kaupfélagið er fullt af atvinnuauglýsingum og
er erfitt reynist að manna störf sumarsins í firðinum nema með því að flytja inn vinnuafl utan fjarðar en í sjálfu sér ekkert nema
gott um það að segja að fá nýtt fólk til fjarðarins. En þá er aftur á móti komið upp það vandamál að
ekkert húsnæði er til í firðinum fyrir þá sem vilja koma hingað til þess að vinna.
Þetta er frekar sorgleg staða þegar maður lítur á þann fjölda húsa sem standa í firðinum og hafa litla sem enga notkunn yfir
árið nema rétt yfir hásumarið og í kringum Bræðsluhelgina. En það sem er ennþá verra er að mikil eftirspurn virðist vera
á íbúðum frá fólki og fjölskyldum sem hefur hug á að vera á Borgarfirði allt árið um kring. Mikið væri
það erfitt fyrir okkur sem búum hérna allt árið um kring að sjá að þetta fólk getur ekki fengið íbúð og mun
þá jafnvel hætta við að setjast hér að, en það er akkúrt það sem má ekki gerast ef byggð á að haldast
hérna í firðinum. Ég held að mörgum þætti erfitt að sjá Borgarfjörð og hús hans verða bara að
sumarhúsabyggð þar sem allt færi í dvala í september og svo kæmi fólk aftur með vorinu að dytta að því sem hefði skemmst
í vestanroksveðrum vetursins á undan.
Við ættum að gera allt til þess að efla heilsársbyggð hér á Borgarfirði með öllum ráðum, eða er þessi
þróunn kannski bara það sem við viljum? Kannski er það bara vilji húseigenda að þorpið breytist í sumarhúsabyggð en
það þýðir um leið endalok heilsárssamfélags á Borgarfirði. Svo er það líka spurning hvort ekki sé kominn tími
til að sveitarfélag ráðist í að byggja einhverjar leiguíbúðir. Þetta er samt ekki einfalt vandamál, og því verður ekki
neitað að mörg "frístundahús" hér í byggðarlaginu hafa mikla notkunn árið um kring, eins og t.d. Jörfi og Ós, en önnur aftur
á móti sama og ekkert notuð. Bara smá pæling
Áfram Borgarfjörður og byggðin þar.....