Söfnun brotajárns

Brotajárnspressa frá Furu ehf. verður staðsett á Borgarfirði 4-8 júlí. Fjarlægður verður haugur úr námu við flugvöll og því svæði lokað sem brotajárnssvæði. Brotajárnsgámur verður staðsettur í nágrenni Áhaldahúss eftirleiðis. Brotajárnspressa frá Furu ehf. verður staðsett á Borgarfirði 4-8 júlí.
Fjarlægður verður haugur úr námu við flugvöll og því svæði lokað sem brotajárnssvæði. Brotajárnsgámur verður staðsettur í nágrenni Áhaldahúss eftirleiðis.
Fura ehf. mun einnig taka við bifreiðum og gefa út kvittanir vegna skilagjalds þessa daga. Um skilagjald má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Úrvinnslusjóðs:  urvinnslusjodur.is
Borgfirðingar eru kvattir til að koma öllu brotajárni  ónýtum tækjum, bílum og búnaði inní námu neðan flugvallar fyrir þennan tíma.
Óvíst er að annað tækifæri til brotajárnsförgunar bjóðist á næstu árum.
Starfsmenn Áhaldahúss munu aðstoða við flutning brotajárns með traktor og vagn einsog hægt er.

Sveitarstjóri