Lucas
Lucas er sjálfvirkt hnoðbretti/hnoðþjarkur sem auðvelt er tileinka sér að nota.
Á okkar þjónustusvæði er oft langt á milli staða og aukin aðstoð er ekki jafn auðfengin og á þéttbýlli stöðum
landsins, getur þá skipt máli að hafa alla þá aðstoð sem völ er á.
Með Lucas meðferðis í endurlífgun geta sjúkraflutningamenn einbeitt sér að öðrum málum eins og öndunarvegi, öndun, lyfjagjöf
og reyna að leiðrétta það sem olli hjartastoppinu eða undirbúa tafarlausan flutning án þess að stöðva hjartahnoð.
Hjartahnoð er líkamlega erfitt og gæði hjartahnoðs hefur mikið með súrefnisflæði til heila og annara mikilvægra líffæra að
gera. Lucas getur hnoðað stanslaust og þarf aldrei hvíld og gæðin eru alltaf þau sömu. Með þessu móti þarf aldrei að skipta um
hnoðara og tryggt er að sjúklingur fái stanslaust og jafnt hjartahnoð. Lucas gengur fyrir rafhlöðu en gengur líka fyrir 12/24 volta straum. Lucas er
því miður ekki gefins og kostar 2.384.500 kr með vsk. og því er það okkar von að þig langi að taka þátt í þessari
söfnun sem Ungmennafélagið Ásinn hefur komið af stað.
Lucas verður svo færður Heilbrigðisstofnun Austurlands að gjöf þannig að hann verði með í næsta útkalli.
Ef þig langar að styrkja þessa söfnun má leggja inn á reikning sem stofnaður var fyrir söfnunina
Banki - 0305 HB - 26 Reikningur - 300208. Kennitala – 4402051350, Gott er að setja nafn og síma
í útskýringar svo hægt sé að hafa samband.
Ef þig vantar frekari upplýsingar skal hafa samband við Eirík Þorra Einarsson í tölvupóstfang eirikur.einarsson@gmail.com eða í síma
865-8700. Eiríkur er formaður Ássins og er menntaður og starfandi sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðiststofnun Austurlands á Egilsstöðum og
heldur utan um söfnunina.