Starf án staðsetningar: Sérfræðingar í nýtt skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis

Sérfræðingar í nýtt skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis - Störf án staðsetningar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir tveimur sérfræðingum til starfa í nýju skólaþróunarteymi sem starfar þvert á fagskrifstofur menntamála og er einkum ætlað að fylgja eftir áherslum í nýrri menntastefnu til ársins 2030. Teymið mun heyra undir skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála og er ætlað að starfa í fimm ár hið minnsta.  


Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem er nákvæmur í vinnubrögðum, býr yfir verulegri hæfni í mannlegum samskiptum og góðri skipulagshæfni.  Leitað er eftir áhugasömum og jákvæðum einstaklingum sem eru skipulagðir í vinnubrögðum, búa yfir ríkri samskiptahæfni, sýna frumkvæði og geta starfað sjálfstætt og í teymum. Í starfinu munu felast einhver ferðalög um landið.


Helstu verkefni eru:
• Samræming stuðnings og eftirfylgni með innleiðingu aðalnámskráa. 
• Efling starfsþróunar kennara og skólastjórnenda á öllum skólastigum.
• Þróun innra og ytra mats, ráðgjöf og eftirfylgni.
• Stuðningur og samráð við fagráð námssviða og kennararáð. 
• Greining á mikilvægum rannsóknaráherslum.
• Gerð fræðsluefnis í samræmi við menntastefnu. 
• Ritstýring þemahefta sem styðja við innleiðingu aðalnámskrár og menntastefnu.
• Skipulag menntaþings og annara viðburða í tengslum við menntastefnu.
• Vinna að mótun aðgerða við þróun námsgagna.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldspróf er kostur.
• Þekking og reynsla á einhverjum eftirtalinna sviða: náms- og gæðamat, starfsþróun kennara,
        aðalnámskrár, kennslufræði og námsgögn. 
• Þekking og reynsla af rannsóknum og greiningu á málefnum er falla undir málefnasvið
        fagskrifstofa menntamála.
• Þekking og reynsla af stefnumótun, verkefnastjórnun og innleiðingu umbótaverkefna er
        einnig nauðsynleg.
• Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð færni í framsetningu og upplýsingamiðlun talaðs og ritaðs máls .
• Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamáli.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.


Nánari upplýsingar um starfið
Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Reiknað er með að starfið geti verið starf án staðsetningar að hluta eða öllu leiti. 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.  


Nánari upplýsingar um starfið veitir Óskar Þór Ármannsson, skrifstofustjóri skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála, oskar.thor.armansson@mrn.is eða í síma 545-9500.


Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið.  Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í gegnum umsóknarvef alfred.is, https://alfred.is/starf/serfraedingur-i-skolathrounarteymi.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu starfa um 75 starfsmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á samvinnu og góðan starfsanda. Skrifstofa skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála fjallar um málefni leik- og grunnskóla auk íþrótta- og æskulýðsmála. Hún aðstoðar ráðherra við yfirstjórn stofnana og sjóða sem og annast framkvæmd stjórnarmálefna er undir hann heyra og hefur eftirlit með starfsemi og fjárreiðum þeirra.


Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2020.


Starf án staðsetningar þýðir að starfið er ekki bundið tiltekinni starfsstöð innan veggja ráðuneytisins heldur getur verið unnið hvar sem er á landinu, að því gefnu að viðunandi starfsaðstaða sé fyrir hendi.  Það er, sé starfsmaður ráðinn sem býr utan daglegrar vinnusóknar frá ráðuneytinu skal vinnuveitandi leitast við að finna viðunandi starfsaðstöðu nærri heimili.

 

Auglýsing birtist upphaflega hér.