STARF Í BOÐI: Austurbrú auglýsir eftir starfsmanni í heimasíðugerð o.fl.

 

Starfsmaður í heimasíðugerð o.fl.

 

Austurbrú auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.  Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun auk góðra samskiptahæfileika. Spennandi tækifæri fyrir áhugasama um þróun þjónustu við fyrirtæki og íbúa á Austurlandi.

Helstu verkefni:

  • Heimasíðugerð og -umsjón
  • Samþætting á rafrænni upplýsingamiðlun- og kerfa
  • Framsetning og hönnun á efni
  • Textagerð
  • Þátttaka í öðrum verkefnum á starfssviði Austurbrúar
  • Umsýsla á starfsstöð og ýmis tilfallandi verkefni

Hæfni og menntun: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, hæfni í mannlegum samskiptum, metnaður og skipuleg vinnubrögð ásamt lausnamiðuðu hugarfari.  Reynsla af hönnun og gerð heimasíða skilyrði auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu. Góð þekking á verkefnum Austurbrúar kostur.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl  2019 - Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Upprunalega auglýsingu má finna hér.

Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið anna@austurbru.is

Frekari upplýsingar veitir Anna Alexandersdóttir í síma 470 3803 eða í ofangreindu netfangi.