Sykurbergsmoli sem er hægt að skoða í steinasafninu
Nú á sunnudaginn verður opnað glæsilegt steinasafn í gamla pósthúsinu á Borgarfirði þar sem Ævintýraland er nú
til húsa. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarna daga að koma safninu upp og er nú verið að leggja lokahöndina
á verkið
Í safninu gefur að líta gríðarlegan fjölbreytileika steinda og steintegunda sem finnast hérna í sveitarfélaginu en það er löngu
vitað að þetta svæði okkar er einstakt þegar kemur að jarðfræðilegum fjölbreytileika.
Safnið er að mestu samansett úr fágætum steinum sem Helgi Arngrímsson safnaði hér á svæðinu á árum áður, en
einnig er þar að finna þar steina sem safnið hefur fengið að láni. Er þarna að finna nokkrar sjaldgæfar tegundir sem finnast ekki
víða á Íslandi.
Í tilefni af opnuninn verður opið hús á sunnudag frá kl 13:00 og eru allir velkomir að koma og skoða og verður boðið upp á léttar
veitngar í tilefni dagsins
Það eru Ævintýraland og minningarsjóður Helga Arngrímssonar sem standa að þessu safni,
en Helgi hefði orðið sextugur nú á sunnudaginn.
Bara til að leiðrétta það að silfurberg finnst ekki bara við Eskifjörð :)
Modenítsteinninn í safninu sem er allra best varðveitt eintakið af slíkum stein sem vitað er um á Íslandi
Kalsít
Hluti safnsins
Bergkristall