Stöður skólastjóra og umsjónarkennara lausar til umsóknar

Laus störf
Skólastjóri og umsjónarkennari

Grunnskólinn Borgarfirði eystra óskar eftir að ráða skólastjóra til starfa næsta skólaár. Umsækjandi þarf auk stjórnunarstarfsins að sinna um 60% kennsluskyldu, alls 100% starf. Viðkomandi þarf að vera virkur í skapandi skólastarfi og stýra faglegri þróun náms og kennslu.
Einnig óskar skólinn eftir umsjónarakennara í 100% starf. Umsjónarkennari þarf að geta kennt sem flestar námsgreinar og sinnt fjölbreyttu starfi innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf grunnskólakennara
• Góð reynsla af uppeldis- og kennslustörfum
• Góð hæfni til samstarfs og samskipta
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Stundvísi, jákvæðni og ábyrgðarkennd
Grunnskóli Borgarfjarðar eystra er lítill samrekinn leik- og grunnskóli með samkennslu árganga. Hann er Grænfánaskóli og vinnur m.a. að uppbyggingu útikennslustofu og útikennslu. Samstarfsverkefnið „Fjölþætt menntun og vellíðan“ er í gangi við Fellaskóla á Fljótsdalshéraði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Umsóknir berist fyrir 1. apríl 2019 til skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar eystra á netfangið  skolastjoribe@simnet.is  ásamt ljósriti af leyfisbréfi og menntun viðkomandi.