Ferðamálastofa óskar eftir að ráða töluglöggan, sjálfstæðan og drífandi einstakling í greiningu og miðlun gagna sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á rannsóknasviði Ferðamálastofu sem hefur það hlutverk að halda utan um opinbera gagnasöfnun og rannsóknir á ferðamálum. Um fullt starf er að ræða.
Staðan er auglýst án staðsetningar.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Greining á fyrirliggjandi talnaefni, rannsóknaniðurstöðum og úrvinnslu gagna sem tengjast ferðamálum á Íslandi
- Spá um þróun byggt á fyrirliggjandi gögnum
- Miðlun þekkingar og upplýsinga
- Þátttaka í þróun rannsóknasviðs
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði, stærðfræði, tölfræði, verkfræði eða annarri menntun sem nýtist í starfi
- Greiningarhæfni og næmni fyrir gildi rannsóknaniðurstaðna fyrir starfrækslu íslenskrar ferðaþjónustu
- Þekking á starfsumhverfi ferðaþjónustunnar og/eða rekstri fyrirtækja æskileg
- Góð tölvukunnátta og þekking á notkun hugbúnaðar
- Gott vald á íslensku og ensku
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknir og nánanri upplýsingar
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. (Upphafleg auglýsing birtist hér).