Störf í boði við Grunn- og leikskóla Borgarfjarðar eystra

Umsjónarkennari frá 1. maí 2017.Skólaliði í sumarafleysingu frá 1. maí - 30. júní.

Við auglýsum eftir að ráða frá 1. maí 2017(helst) eða frá og með næsta skólaári (1. ágúst 2017):
Umsjónarkennara í fullt framtíðarstarf sem getur tekið að sér kennslu á öllum stigum og flestar námsgreinar (nema sund). Það er óskastaða að hann geti hugsað sér að koma einnig að leikskólastarfinu, og leyst þar af í júnímánuði 2017.

Menntun, reynsla og metnaður:

  • Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu
  • Vinna eftir fjölbreyttum kennsluaðferður, t.d. útikennslu, byrjendalæsi og samþættingu námsgreina
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags
  • Starfið hentar konum og körlum
Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi skal fylgja umsókn ásamt sakavottorði.

 

 

Starf skólaliða
Skólaliði tekur að sér ræstingu, útbýr léttar veitingar í hádeginu, sér um fríminútnagæslu og leysir af við leikskólann. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á börnum og kunna lag á þeim. Reynsla af umönnun er æskileg. Með umsókn skal fylgja sakavottorð viðkomandi.

 Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2017. Umsókn berist til skolastjorigbe @ ismennt.is

 Áhugasamir hafi samband við Maríu Ásmundsdóttur skólastjóra í síma 472-9938 eða 650-5115 sem veitir góðfúslega allar nánari upplýsingar.