Sýningin í miðrýminu
Laugardaginn 7. maí var sýning á verkum nemenda.
Afrakstur vetrarins í mynd- og handmennt og smíðum ásamt munum sem urðu til á þemadögum var haganlega fyrirkomið í
miðrými skólans til sýnis fyrir foreldra og aðra velunnara skólans. Vakti sýningin mikla lukku og var það haft á orði að
afköst nemenda í þessum litla skóla væru með ólíkindum. Einnig vildu einhverjir athuga með það hvort ekki væri
hægt að klóna mynd- og handmennta kennarann til að tryggja áframhaldandi góða vinnu nemenda. Í Fjarðarborg voru nemendur síðan
með kaffisölu fyrir sýningargesti. Hér getur þú séð fleiri myndir frá
sýningunni.