Borgarfjörður eystri í sumarblíðu
Það er ekki hægt að segja annað en að nýja síðan virðist falla vel í kramið hjá lesendum ef marka má fjölda
heimsókna, skilaboð og mail frá hinum og þessum varðandi síðuna, og er það einstaklega ánægjulegt fyrir okkur sem að henni
standa.
Frá því að síðan fór í loftið fyrir tæpum mánuði þá eru við komin með yfir 7000 heimsóknir og
verður það að teljast nokkuð gott fyrir lítið samfélag á hjara veraldar.
Við viljum endilega skapa möguleika fyrir sem flesta á Borgarfirði til þess að setja inn fréttir á síðuna, en þá verður
fréttaflutningurinn reglulegri, fjölbreyttari og skemmtilegri og segir frá fleiri þáttum í samfélaginu. Ég hvet unga sem aldna til þess
að hafa samband við vefstjóra ef þeir hafa áhuga á því að fá aðgang að fréttakerfinu og fá í leiðinni
kennslu í að setja efni inn. Kerfið er einfalt í alla staði og því ætti takmörkuð tölvukunnátta ekki að vera
vandamál.
Þið sem lesið þessa síðu reglulega getið hjálpað henni við að vera sýnilegri á netinu með því að skella
tenglum inn á ykkar vefi og munum við launa það til baka í tenglakerfi okkar ef þess er óskað.