Lundadagurinn árlegi var haldinn í gær, sumardaginn fyrsta, þar sem tekið var formlega á móti lundanum og hann boðinn velkominn.
Lítill hópur hefur hist undanfarin ár og skálað fyrir lundanum þegar hann mætir í Hafnarhólmann. Hefur hópurinn svo stækkað smátt smátt og var því ákveðið að gera kvöldstund úr þessu í ár.
Lundahúsið, sem reist var í fyrra vor, var opnað og komu þar saman um 30 manns. Frekar kalt var í veðri og kom sér það því vel að geta hlýjað sér inni í húsinu. Húsið verður svo opið áfram og kjörið að nota aðstöðuna til að fylgjast með lífinu í hólmanum.
Hér má sjá myndir