Hópur með höfundi
Borgfirsk ungmenni fóru um síðustu helgi á Þjóðleik
sem er leiklistarhátíð ungmenna og var haldin á Egilsstöðum. Það var 7.-10. bekkur sem tók þátt í hátíðinni og
sýndu þau leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Þráins Sigvaldasonar. Ungmennin sýndu tvær sýningar og
vöktu mikla athygli fyrir leik og gleði. Fullt var á báðar sýningarnar sem sýndar voru í Frystiklefanum. Auk þessara sýninga mun
hópurinn sýna verkið á árshátíð skólans sem verður laugardaginn 13. apríl klukkan 14:00 í Fjarðaborg.
Að lokinni hátíðinni á Egilsstöðum vildi hópurinn koma eftirfarandi á framfæri:
" Þjóðleikur hefur alltaf verið eins og sjálfsagður hlutur hjá okkur. Við erum lítill hópur og þetta verkefni hefur gert okkur
nánari og veitt okkur mikið sjálfstrauts. Þetta kennir okkur að bera virðingu fyrir öðrum leikhópum og það er alltaf gaman að sjá
sömu leikritin á marga mismunandi vegu. Við erum mjög stolt af því að geta og hafa fengið að taka þátt. Við þökkum
fyrir þennan eftirminnilega dag. Kærar kveðjur frá leikhópi Grunnskóla Borgarfjarðar eystra."
Á myndinni má sjá hópinn með Hallgrími Helgasyni höfundi verksins.
Hérna má sjá fleiri myndir.