Veislusalurinn
Þorrablót Borgfirðinga var haldið í Fjarðarborg
laugardagskvöldið 22. janúar. Viðraði vel til blótshalds og var aðsóknin góð að vanda, en um 220 manns voru við borðhaldið.
Borgfirðingar eru þekktir fyrir að leggja mikinn metnað í þorrablótsdagskránna og var engin undantekning á því í ár.
Ekki verður farið nánar hér út í efnistök enda eiga menn bara að skella sér á blót til þess að verða vitni af
því hvað þar fer fram.
Allt fór þetta einstaklega vel fram og sá Jón Arngríms ásamt félögum úr Nefndinni um dansleikinn að loknum skemmtiatriðum.
Hér fylgja nokkrar myndir frá blótinu.
Unglingaborðið hagaði sér einstaklega vel að þessu sinni
Ásgrímur meltir mat og skemmtiatriðin
Dagskráin í fullum gangi
Nefndarvísur sungnar.
Valli Skúli fulltrúi útbæinga í Hljómsveitinni