Skúli Björn, Ólöf Ýr ferðamálastjóri og fyrrum bakkabúi ásamt Vidda og Þóreyju
Þetta eru svo sannarlega jákvæðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna á Borgarfirði.
Aðstandendur ferðaþjónustunnar Álfheima á Borgarfirði eystra fengu á dögunum Frumkvöðulinn,
viðurkenningu Ferðamálasamtaka Austurlands. Það voru Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem tóku við
verðlaununum en þau eiga og reka fyrirtækið í samvinnu við foreldra Arngríms.
Frumkvöðullinn er veittur þeim sem sýna áræði og hugmyndaauðgi við uppbyggingu á þjónustu fyrir
ferðamenn og stuðla með verkum sínum að aukinni fjölbreytni í atvinnugreininni á Austurlandi.
(mbl.is)
Fréttasíðan óskar Viðari og Þóreyju hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu