Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að
deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði,
skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulaginu felst að á jörðinni Stakkahlíð í
Loðmundarfirði verði gert ráð fyrir 495 m2 lóð fyrir vélageymslu á vegum Þorsteins
Hjaltesteð eiganda Stakkahlíðar. Lóðin er staðsett við vegamót við Prestaklif þar sem
vegur liggur niður að ósi Fjarðarár. Þar er fyrirhuguð bygging tveggja smáhýsa fyrir
farartæki Veiðifélagsins Loðmundar og Loðmfirðinga s.s. snjósleða vegna vetrardvalar á
svæðinu. Svæðið er á landbúnaðarsvæði og á
náttúruminjaskrá. Svæðið er hverfisverndað í aðalskipulagi. Deiliskipulagið er
í samræmi við meginmarkmið Aðalskipulags Borgarfjarðarhrepps 2001 – 2016. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á Hreppsstofunni á Borgarfirði og vefsíðunni www.borgarfjordureystri.is/ frá og með mánudeginum 12. ágúst nk. til mánudagsins 23. september 2013. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 23. september 2013. Skila skal athugasemdum á Hreppsstofu, 720 Borgarfirði. Hver sá,
sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Byggingarfulltrúi Borgarfjarðarhrepps