Foreldrar og forráðamenn grunn-og leikskólabarna boðnir sérstaklega velkomnir ásamt gestum. Dagskráin hefst kl. 8:15 þriðjudaginn 8. september.
Dagskrá: Ferðalag
til Balkanskagans
Flytjendur: Skuggamyndir frá Býsans
Haukur Gröndal - leiðsögumaður, klarinett, saxófónn, kaval-
og ney flauta
Ásgeir Ásgeirsson - bouzouki, tamboura, saz baglama
Þorgrímur Jónsson - bassi og tölvutækni
Erik Qvick - darbouka, tapan og annað slagverk
Farið er í ferðalag til
Balkanlandanna með hljómsveitinni "Skuggamyndir frá Býsans". Við
heyrum tónlist frá nokkrum löndum Balkanskagans og með hjálp tölvutækni og
myndvarpa lærum við um þjóðfána, staðstningu og höfuðborgir landanna.
Tónlistarflutningurinn er skreyttur með fallegum myndum frá löndunum og við
kynnumst líka sumum af þeim hljóðfærum sem þjóðlagatónlistarmenn frá svæðunum
leika á. Staldrað verður við í Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Serbíu, Makedóníu,
Albaníu, Grikklandi, Búlgaríu og Tyrklandi.
Tónlist Balkanlandanna er
fjölskrúðug og oft er talað um að í henni mætist menning Mið-Austurlanda og
Evrópu. Hrynur í tónlistinni er oft ósamhverfur og tónmálið dulúðugt.
Hljóðflærin sem kynnt verða frá nokkrum þessara landa eru t.d.
strengjahljóðfærin bouzouki frá Grikklandi, saz baglama frá Tyrklandi og
tamboura frá Búlgaríu. Ásláttarhljóðfærin darbouka og tapan koma líka við sögu
sem og kavalflauta frá Búlgaríu og neyflauta frá Tyrklandi.
Hægt er að kynna sér tónlist
hljómsveitarinnar á Youtube, en þar eru
ýmis myndbrot frá tónleikum á sérstökum spilunarlista. Smellið á eftirfarandi
hlekk: http://www.youtube.com/watch?v=vsqwYsVZAXU&list=PLliLSR-WIEOxO18JzbyzhFUX7NS6ysPQE