Tveir fyrirlestrar um félagsmál


Fyrra erindið snýr að innleiðingu „sænska módelsins“ í grunn- og leikskólum á Austurlandi. Í stuttu máli miðar þessi aðferð að bættri þjónustu við börn og barnafjölskyldur með auknu samstarfi skóla, félagsþjónustu og heilsugæslu til að stuðla að snemmtækri íhlutun, forvörnum og teymisvinnu um málefni barna. Seinna erindið fjallar um sjálfsmynd og samskipti.

Fyrirlestrarnir verða í miðrými skólans og dagskráin hefst kl. 13:00. Kaffiveitingar verða í boði skólans. Við hvetjum sem flesta til að koma og taka þátt í umræðunni!