Geisladiskurinn Undir regnboga
Sigþrúður Sigurðardóttir, eða Þrúða frá Skriðubóli eins og við þekkjum hana flest, sendi síðunni falleg
ljóð eftir móður sína, hana Jónbjörgu Eyjólfsdóttur nú fyrir stuttu. Annað ljóðið fjallar um heimasveitina en hitt um
stóra steininn á Bakkamelnum fyrir ofan Réttarholt, en þar lék Jónbjörg sér oft sem krakki.
Við þessi ljóð hefur Þrúða samið lög og er þau að finna á geisladisknum "Undir regnboga" sem kom út í fyrrahaust.
Þessi diskur verður til sölu í Álfakaffi hjá Kalla í sumar, og á Egilsstöðum í Húsi handanna, í versluninni
Vík og í Vaski, og svo auðvitað hjá Þrúðu í síma 866-3413.
Búin hefur verið til sérstök síða hér á vefnum sem kallast "Borgfirsk ljóð" og hvetjum við alla til þess að senda okkur efni
sem gæti passað þar inn.
Smellið hér til að lesa ljóðin