Næstkomandi Laugardag klukkan 14.00 mun UMFB leika einn af mikilvægustu leikjum sem liðið hefur leikið síðan það hóf þáttöku
í utandeildinni á Austurlandi. Liðið ferðast þá til Reyðarfjarðar til að mæta Val Reyðarfirði.
Þetta er síðasti leikurinn í deildinni og með sigri í honum tryggir UMFB sér sigur í utandeildinni þetta árið.
Síðast lyfti UMFB bikarnum árið 2008 eftir mikla dramatík með 3-3 jafntefli á Seyðisfirði en ljóst er að ekkert annað en sigur dugar
í lokaleiknum í ár. UMFB hefur átt mjög gott tímabil og hafa sérstaklega síðustu tveir leikir verið sérstaklega
mikilvægir og glæsilegir, heimasigrar gegn helstu keppinautunum í Spyrni og BN, en Ungmennafélagið hefur unnið alla leiki sína á heimavelli.
Reyðfirðingum hefur ekki vegnað jafnvel í ár og sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en í ljósi mikilvægis leiksins hyggst UMFB
stilla upp gríðarsterku liði og gefa allt í þennan leik.
Það væri afskaplega ánægjulegt ef þeir Borgfirðingar sem hafa áhuga og möguleika mæta í Höllina á Reyðarfirði og
standa við bakið á okkar mönnum.
Hér má sjá stöðuna í deildinni eins og hún er fyrir lokaumferðina