Umfb þakkar frábær viðbrögð - Búningar á leiðinni

Nýju búningarnir
Nýju búningarnir
Á dag var gleðidagur hjá UMFB, en þá var staðfest pöntun á nýjum íþróttabúningum fyrir meðlimi Ungmennafélagsins. Við auglýstum hérna eftir stryrktaraðilum og viðbrögðin voru hreint út sagt frábær, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Verið er að panta bolina að utan og verða þeir vonandi komnir fyrir jól. Fyrst leggjum við áherslur á að koma þeim til krakkanna hérna heima og svo verða þeir boðnir öðrum til sölu gegn vægu gjaldi, og verða þar til í öllum stærðum. Ágóði af þeirri bolasölu verður alfarið notaður til að kaupa meira af boltum, kylfum og öðru dóti sem hægt er að nota á íþróttaæfingum í Sparkhöllinni og á Borgarfjarðarvelli næsta sumar

Stjórn ungmennafélagsins þakkar öllum styrktaraðilum fyrir sitt framlag. Það er mjög mikils metið

ÁFRAM UMFB!!!